fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Órói innan prestastéttarinnar vegna ummæla formanns Prestafélagsins – Sagði séra Gunnar vera þolanda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 08:00

Arnaldur Bárðarson. Mynd:Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Órói er innan prestastéttarinnar vegna ummæla Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélags Íslands,  í viðtali á Útvarpi Sögu á föstudaginn. Þar voru málefni Gunnars Sigurjónssonar, sóknarprests í Digraneskirkju, rædd en hann er í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Séra Gunnar var sendur í leyfi í lok síðasta árs í kjölfar þess að sex konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti.

Fréttablaðið hefur eftir Arnaldi að hann hafi farið í viðtal á Útvarp Sögu til að ræða málefni Prestafélagsins og málefni presta. Það hafi komið honum mjög á óvart að þáttastjórnandinn hafi haft gögn undir höndum um mál Gunnars. Sjálfur hafi hann engin gögn undir höndum og viti ekkert um niðurstöðu teymisins sem er að rannsaka málið.

Í þættinum vísaði þáttastjórnandinn til gagna sem hann sagði sýna að of mikið hefði verið gert úr málinu. Sagði Arnaldur rannsóknina hafa tekið of langan tíma og að Gunnar væri orðinn þolandi í málinu.

Arnaldur sagðist aðspurður ekki hafa verið að gera lítið úr upplifun kvennanna. Hann hafi verið að vitna til heilsufars Gunnars. Hann sé sykursjúkur og mjög veikur. „Og þegar ég á við að hann sé þolandi, þá er ég að meina að hann sé þolandi sinna eigin gjörða,“ sagði Arnaldur sem sagði að ekki hafi verið tilefni til að nota orðið þolandi um Gunnar. „Við tengjum það gjarnan við þá sem eru þolendur í ofbeldismálum. Það er hin rétta notkun þess orðs,“ sagði hann.

Arnaldur deildi viðtalinu á Facebook og af viðbrögðum við því má ráða að talsverður hiti sé meðal presta og starfsfólks kirkjunnar vegna þess.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“