Nú síðast var það Ivan Petjorin, 39 ára forstjóri Far East and in the Arctic Development Corporation (ERDC), sem fannst látinn í sjónum við eyjuna Russky sem er nærri Vladivostok. Fox News skýrir frá þessu.
Petjorin var að sögn í siglingu með vinum sínum þegar hann datt útbyrðis og hvarf. Þetta gerðist á laugardaginn en það var ekki fyrr en á mánudaginn sem lík hans fannst.
ERDC sendi tilkynningu frá sér á mánudaginn þar sem fram kemur að Petjorin sé látinn og að um „hörmulegt og óbætanlegt tjón hafi verið að ræða fyrir fjölskyldu hans og vini“.
Rússnesk yfirvöld segja að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.
Fyrr í mánuðinum datt olígarki einn út um glugga á sjúkrahúsi og lést. 2020 duttu þrír læknar út um glugga og vöknuðu margar spurningar í tengslum við þau mál.
Marga grunar að Vladímír Pútín, forseti, og samstarfsfólk hans eigi hlut að máli varðandi mörg þessara dauðsfalla enda hefur Pútín aldrei verið ragur við að láta ryðja þeim úr vegi sem hann telur ógna sér á einhvern hátt.