Á myndum sem hafa birst frá austurhluta landsins má sjá mikið af hergögnum, meðal annars skriðdreka, brynvarin ökutæki og brynvarðar sjálfstýrðar stórskotaliðsbyssur. Þetta skildu Rússar eftir við borgina Izyum.
#Ukraine: Finally, footage from with the city of Izium is emerging- here we see Russian 2S19 Msta-S, 2S19M2 Msta-SM2, and 2S3 Akatsiya 152mm self-propelled howitzers abandoned in the streets. pic.twitter.com/5cs25LIJOw
— 🇺🇦 Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 10, 2022
Flest bendir til að rússnesku hermennirnir hafi lagt á flótta í miklum flýti og hafi ekki getað skipulagt flóttann segir bandaríska hugveitan Institute for the Study of War.
Washington Post hefur eftir sjónarvottum í bænum Zaliznychne, sem er norðan við Izyum, að Rússarnir hafi flúið í örvæntingu. „Þeir hentu bara rifflunum sínum frá sér,“ sagði Olena Matvienko.
Hún sagði að helmingur rússnesku hermannanna hafi flúið í ökutækjum sínum ekki hafi verið pláss fyrir alla svo helmingurinn hafi verið skilinn eftir.
#Ukraine: Russian forces left massive quantities of armour around #Izium; in one single location we counted no less than nine T-80U and T-80BV tanks, as well as other hardware (Eight seen in these images). They appear to be in a variety of conditions. pic.twitter.com/SQTJMRVywU
— 🇺🇦 Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 11, 2022
„Þeir komu inn í húsin okkar til að ná sér í fatnað svo drónarnir gætu ekki séð einkennisfatnaðinn þeirra. Þeir stálu reiðhjólunum okkar. Tveir af þeim beindu byssum að fyrrum eiginmanni mínum þar til hann lét þá fá bíllyklana,“ sagði Matvienko einnig.
Nataliya Humeniuk, talskona úkraínska hersins, sagði í samtali við Kyiv Post að margir rússneskir hermenn vilji gefast upp. Þeir reyna að komast í samband við úkraínskar hersveitir til að semja um uppgjöf og afhendingu vopna í samræmi við alþjóðalög sagði hún.
There is no panic thread.
Part I. pic.twitter.com/SCwoZ4zM94
— Kriegsforscher (@OSINTua) September 11, 2022
Í Izyum létu Rússarnir ekki nægja að henda rifflum sínum frá sér, á fyrstu myndunum frá bænum sást að þeir höfðu meðal annars skilið þrjár sjálfstýrðar stórskotaliðsfallbyssur, níu T-80 skriðdreka, jarðsprengjueyðingarökutæki, dráttarbíl og fjarskiptabíl eftir. Síðan komu fleiri myndir sem sýndu einn skriðdreka til viðbótar og fjögur brynvarin ökutæki.
#Ukraine: Perhaps you through that Ukrainian Army captures from #Izium City were over. Wrong!
First: Seven MT-LB armoured vehicles, two T-72B-series tanks, a destroyed BTR-82A. (Note two tanks seen at end are already known)
Again, pics are thanks to @OSINTua-even more materiel. pic.twitter.com/s9A9SySLOd
— 🇺🇦 Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 12, 2022
En þar með er sagan ekki öll sögð því nokkrum klukkustundum síðar birtust fleiri myndir sem sýndu að Úkraínumenn höfðu fundið sextán brynvarin ökutæki, þrjá skriðdreka, fjóra vörubíla, fjórar sjálfstýrðar stórskotaliðsbyssur, eina flugskeytabyssu og einn vörubíl fullan af eldsneyti.
Video showing 9 captured Russian T-80U and T-80BV tanks, UR-77 MICLIC, Brem-1, BTR-82, and a communications vehicle. https://t.co/82f78wAmdC pic.twitter.com/gyLVjBYbH6
— Rob Lee (@RALee85) September 11, 2022