The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá Ihor Terekhov, borgarstjóra í Kharkiv sé vinna hafin við að koma rafmagni á, á nýjan leik og að sums staðar sé það komið á. Hann sagði að árásir Rússar væru hefnd fyrir ósigra þeirra í Kharkiv síðustu daga.
Kyrylo Tymoshenko, næstæðsti yfirmaður forsetaskrifstofunnar, sagði tvær stýriflaugar hafi hæft mikilvæga innviði í Kharkiv og valdið rafmagnsleysi. Þess sé vænst að mikilvægar stofnanir á borð við sjúkrahús fái rafmagn innan tíðar. „Rússar vilja láta okkur vera án rafmagns og hita,“ sagði hann.
Úkraínski flugherinn sagði á Twitter að Rússar hefðu skotið 11 flugskeytum en flestum þeirra hefði verið grandað áður en þau hæfðu skotmörk sín.
🇷🇺 launched a missile attack on the eastern regions of 🇺🇦 on Sunday evening. In total, the enemy used 11 cruise missiles. Units of the "East" air command shot down 7 cruise missiles in the Dnipropetrovsk region. Of them, 5 – X-101, 2 – Caliber.
— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) September 11, 2022