fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gagnrýni á stríð Pútíns kraumar í Rússlandi – „Þetta er því auðvitað slæm staða fyrir Pútín“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 06:55

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir gagnsóknir Úkraínumanna í Kherson og Kharkiv hefur gagnrýni á stríð Pútíns færst í aukana á þeim samfélagsmiðlum sem Rússar hafa enn aðgang að. Í rússneskum fjölmiðlum, sem sæta harðri ritskoðun, er hin opinbera skýring á ósigrum rússneska hersins sú að verið sé að „endurskipuleggja“ herdeildir og því hafi þær verið kallaða frá þeim svæðum í Kherson og Kharkiv sem Úkraínumenn hafa náð á sitt vald síðustu daga.

En á samfélagsmiðlum hefur umræðan breyst og nú er fólk farið að tala opinskátt um að hugsanlega gangi „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ (eins og Pútín kallar stríðið) ekki eins vel og Pútín og hans fólk segir.

Matilde Kimer, fréttamaður Danska ríkisútvarpsins (DR) í málefnum Rússlands og Úkraínu, segir að marktæk breyting hafi orðið á orðræðunni á Internetinu en það sé einmitt þar sem flestir Rússar, undir fimmtugu, sæki sér fréttir. Á vef DR er haft eftir henni að margir þeirra, sem kalla má aðaláróðurssinnana, séu farnir að tala um stríðið á annan hátt en áður. Mikil umskipti hafi átt sér stað í umræðu um stríðið.

Áður hafi verið rætt um nauðsyn stríðsrekstursins en nú sé rætt um af hverju rússneski herinn nái ekki betri árangri en raun ber vitni.

Pútín var gagnrýndur á samfélagsmiðlum um helgina fyrir að hafa tekið þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 875 ára afmæli Moskvu á sama tíma og rússneskir hermenn hafi beðið mikla ósigra á vígvellinum í Úkraínu.

Kimer sagði að í vinsælum spjallþáttum sé nú rætt um af hverju Rússar hafi ekki sigrað í stríðinu og af hverju þeir verði að endurskipuleggja hersveitir sínar. „Allir vita að það er vegna ósigurs en það segir enginn upphátt. Þess í stað er rætt um ástæðurnar fyrir að það gengur ekki svo vel hjá Rússum,“ sagði hún og bætti við að enn sé bannað og raunar hættulegt að gagnrýna Pútín beint í Rússlandi.

Hún sagði það slæm tíðindi fyrir Pútín að umræðan um stríðið sé nú að opnast í Rússlandi. Hann hafi sagt þjóð sinni „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ hafi gengið eins og lagt var upp með. Enginn sé þó í vafa um að Rússar hafi gert mistök og beðið ósigra í stríðinu. „Þetta er því auðvitað slæm staða fyrir Pútín og það verður mjög áhugavert að sjá hvað hann gerir næst,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli