fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ný rannsókn – Stórir hlutar Amazon munu hugsanlega aldrei jafna sig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 19:00

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo mikil eyðing hefur átt sér stað á hlutum Amazonfrumskógarins að hún hefur náð þeim punkti þar sem ekki verður aftur snúið og munu þessir hlutar hugsanlega aldrei jafna sig. Þetta eru niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar sem vísindamenn gerðu í samvinnu við samtök frumbyggja.

Í rannsókninni er komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki framtíðarsviðsmynd að komið sé að þeim punkti að ekki verði aftur snúið, það sé sú staða sem nú sé uppi á sumum svæðum skógarins. 90% af allri skógareyðingu eigi sér stað í Brasilíu og Bólivíu og nú séu eyðimerkur farnar að myndast í báðum löndum. The Guardian skýrir frá þessu.

Helstu ógnirnar sem steðja að skóginum eru skógarhögg, námuvinnsla, olíuvinnsla og landbúnaður.

Landbúnaður á sök á 84% af allri skógareyðingu og stærð þess lands sem hefur verið tekið undir landbúnað frá 1985 hefur þrefaldast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu