fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Heilbrigðisráðherra gagnrýnir aðför í forsjármáli á Barnaspítalanum

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 10. september 2022 09:03

Lögreglubíll við Barnaspítala Hringsins á meðan aðförin stóð yfir. Mynd/Anton. Willum Þór Þorsson, heilbrigðisráðherra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, gerir alvarlegar athugsemdir við aðfarir gagnvart börnum á heilbrigðisstofnunum til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá.

Mikla athygli vakti í sumar þegar aðfarargerð var framkvæmd gagnvart tíu ára langveikum dreng í lyfjagjöf á Barnaspítala Hringsins, og drengurinn fjarlægður úr höndum móður með aðkomu lögfræðings föður, sýslumanns, lögreglu og barnavernd, gegn vilja drengsins.

Um var að ræða sjö klukkustunda aðgerð þar sem byrgt var fyrir glugga á spítalanum, umferð á göngum stöðvuð og heyra mátti öskur í drengnum sem mótmælti því að fara til föður síns. Á staðnum kom einnig til háværra orðaskipta milli þeirra sem stóðu að aðfarargerðinni og svo aðstandenda barnsins.

Sjá einnig: Fær ekki að hitta son sinn sem var tekinn af henni á Barnaspítalanum fyrr en í október

Í framhaldi af þessu máli lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs, um aðfararaðgerðir.

Fyrirspurnin hljóðaði svo;

„Telur ráðherra aðfarargerðir sem framkvæmdar eru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá á heilbrigðisstofnunum forsvaranlegar? Mun ráðherra beita sér fyrir því að þær eigi sér ekki stað í framtíðinni?“

Sjá einnig: Gabríela Bryndís: „Við erum ekki að tala um forsjármál, við erum að tala um mannréttindabrot“

Willum Þór hefur nú svarað fyrirspurninni. Í svarinu segir:

 „Ráðherra telur að almennt eigi stjórnvöld eins og aðrir að forðast að gera nokkuð það sem getur truflað veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það á að mati ráðherra einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar eru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt er að koma þeim við annars staðar.

Það er hlutverk heilbrigðisstofnana að tryggja að sjúklingar, þ.m.t. börn, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og gæta að réttindum sjúklinga meðan á því stendur. Liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu er að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt.“

Sjá einnig: Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“

Þá vekur Willum Þór athygli á því í svari sínu að aðfarargerðirnar sem fyrirspurnin sýst um heyri undir málefnasvið dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, og að við framkvæmd aðfarargerða af þessu tagi skuli boða barnaverndarfulltrúa en það málefni heyri undir málefnasvið mennta- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason.

„Það er því bæði rétt og skylt að framangreindir ráðherrar, sem fara með umrædd stjórnarmálefni, svari fyrirspurninni í samræmi við hlutverk sín, en sambærilegum fyrirspurnum hefur þegar verið beint að þeim,“ segir í svari Willums.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“