fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Talinn of hættulegur til að fangelsisdómur geti átt við – Hryllilegar lýsingar á kynferðisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 05:56

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast réttarhöld hjá undirrétti í Glostrup í Danmörk í máli 35 ára karlmanns sem er ákærður fyrir hrottalegar nauðganir, líkamsárásir, ofbeldi og hótanir gegn þremur konum. Brotin stóðu yfir í fjölda ára. Ákæruvaldið telur manninn svo hættulegan að fangelsisdómur eigi ekki við í tilfelli hans.

Af þeim sökum krefst ákæruvaldið þess að hann verði dæmdur til ótímabundinnar vistunar. Slíkir dómar eru venjulega aðeins kveðnir upp í tengslum við mjög alvarleg afbrot þar sem talið er að svo mikil hætta sé á að gerandinn haldi brotum sínum áfram að nauðsynlegt sé að vernda annað fólk með því að vista viðkomandi um óákveðinn tíma í fangelsi.

Í umfjöllun Ekstra Bladet um málið kemur fram að elstu brotin, sem maðurinn er ákærður fyrir, séu frá 2012. Í upphafi ársins byrjaði maðurinn að beita þáverandi unnustu sína kynferðislegu ofbeldi og öðru ofbeldi, stundum daglega. Þetta stóð yfir þar til í árslok 2014. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni á meðan hann tók hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Einnig sætti hún undarlegum og niðurlægjandi kynferðislegum athöfnum af hans hálfu. Hún reyndi ítrekað að sleppa með því að sparka í hann og slá.

Nokkrum mánuðum eftir að konan slapp úr klóm mannsins var hann kominn með nýja unnustu. Frá ársbyrjun 2015 fram til ársloka 2016 er maðurinn sagður hafa beitt þá konu ítrekuðu ofbeldi, margoft batt hann hana og beitti hana síðan ofbeldi. Hann kastaði af sér vatni á hana og neyddi hana til ýmissa kynferðislegra athafna. Til að að fá hana til þeirra hótaði hann að hann myndi kæra mág hennar fyrir hassneyslu eða kveikja í húsi föður hennar.

Þegar konan losnaði úr klóm hans í árslok 2016 leið ekki langur tími þar til enn ein konan lenti í klóm hans og við tók áralöng martröð fyrir hana. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa frá ársbyrjun 2017 fram í júlí 2020 hafa nauðgað konunni vikulega. Konan reyndi að fá hann til að hætta með því að gráta og segja að þetta væri vont. Það virkaði ekki. Þau eiga dóttur saman.

Í einu tilfelli setti hann plastpoka yfir andlit hennar og límdi hann utan um háls hennar á meðan hann neyddi hana til að veita honum munnmök í gegnum gat sem hann hafði gert á pokann. Eitt sinn hótaði hann að nudda andliti hennar upp úr glerbrotum og eitt sinn bar hann sprautunál upp að hálsi hennar og hótaði að sprauta hana með sterum, deyfa hana og drepa og meiða síðan dóttur þeirra.

Lögreglan komst á snoðir um málið þegar síðasta fórnarlamb mannsins, barnsmóðir hans, sneri sér til lögreglunnar sumarið 2021. Í kjölfarið var maðurinn handtekinn. Lögreglan hafði síðan uppi á hinum konunum en þær höfðu ekki kært manninn.

Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 1. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka