Lukoil er næst stærsta rússneska olíufélagið. Áður en Vesturlönd gripu til refsiaðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu var fyrirtækið næst stærsta olíufélagið á hlutabréfamörkuðum heimsins.
Fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu bað félagið, sem er í einkaeign, um að stríðsrekstrinum yrði hætt.
Ekki liggur fyrir af hverju eða hvernig Maganov „datt“ út um gluggann.
Þetta er einn eitt dauðsfall háttsetts aðila í rússnesku viðskiptalífi á síðustu mánuðum en þeir hafa margir hverjir látist við mjög svo dularfullar kringumstæður og telja sumir að útsendarar Vladímír Pútíns, forseta, hafi átt aðkomu að málum.