fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Danske Bank afskrifar skuldir upp á 380 milljarða hjá viðskiptavinum sínum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 09:00

Danske Bank er stærsti banki Danmerkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, ætlar að afskrifa 20 milljarða danskra króna, sem svarar til um 380 milljarða íslenskra króna, hjá 245.000 viðskiptavinum.  Viðskiptavinirnir fá bréf um niðurfellingu skuldanna á næstu mánuðum.

Bankinn vill ekki skýra frá hver heildarupphæðin er en TV2 hefur skjöl, sem var lekið til miðilsins, undir höndum sem sýna að upphæðin er 20 milljarðar.

Málum 155.000 viðskiptavina hafði áður verið lokað en þeir höfðu ekki endilega fengið tilkynningu um það. Nú bætast 90.000 mál við.

Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að árum saman innheimti bankinn of háar greiðslur hjá viðskiptavinunum af lánum sem þeir höfðu tekið hjá bankanum. Innan bankans var vitað af þessu en samt sem áður var þessari innheimtu haldið áfram. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að málið fór að skekja bankann en þá komust TV2 og Berlingske á snoðir um það og skýrðu frá því. Kom þá fram að þessi ólöglega innheimta hafði staðið yfir áratugum saman.

Carsten Egeriis, bankastjóri, sagði í fréttatilkynningu í gær að bankinn harmi þau mistök sem áttu sér stað í innheimtukerfum hans og þær afleiðingar sem þetta hafði fyrir viðskiptavini.

Erfitt er að segja til um hversu mikið fé bankinn innheimti á ólöglegan hátt en í skýrslu, sem var unnin af lögmannsstofu, kom fram að bankinn hafi fengið 11 milljarða með þessari ólöglegu innheimtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“