fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Sérfræðingur hefur áhyggjur – „Ég held að Þýskaland sé í vanda“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 22:00

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hagtölur voru birtar í Þýskalandi í maí kom í ljós að í fyrsta sinn í 30 ár var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður. Það þýðir að Þjóðverjar fluttu meira inn en þeir fluttu út.

Þessar tölur valda Andreas Nölke, prófessor í stjórnmálafræði við Goethe háskólann í Frankfurt, áhyggjum og það þrátt fyrir að tölurnar fyrir júní sýni að útflutningurinn var meiri en innflutningurinn.

Í samtali við DW sagði hann að ekkert land sé viðkvæmara fyrir alþjóðavæðingunni en Þýskaland. Hann telur að Þýskaland sé hins vegar eitt þeirra landa sem hafi notið mesta ávinningsins af alþjóðavæðingunni. Á síðustu árum hafi spenna á milli Kína og Vesturlanda farið vaxandi, flutningskeðjur á heimsvísu hafi verið í vanda vegna heimsfaraldursins og nú síðast hafi stríð brotist út í Úkraínu. Þetta hafi haft mikil áhrif á margt af því sem velmegun Þýskalands byggist á.

„En nú getur maður séð að tölur tengdar alþjóðavæðingunni falla hægt en bratt. Ég held að Þýskaland sé í vanda,“ sagði hann.

Hann hefur einnig fært rök fyrir því að Þýskaland sé orðið of háð útflutningi og hafi þörf fyrir nýtt efnahagsmódel til að mæta kröfunum frá heimi sem er að breytast.

DW segir að margir hagfræðingar telji að góðar tölur um viðskiptajöfnuðinn í júní byggist á hækkandi verði og mikilli verðbólgu, frekar en að þýskur útflutningur sé við góða heilsu.

Þýskaland er þriðja stærsta útflutningsland heims, það stærsta í Evrópu. Kína og Bandaríkin eru stærstu útflutningslönd heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“