The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöld hafi rússneska leyniþjónustan GRU staðið á bak við áætlunina. Átti að myrða varnarmálaráðherrann, yfirmann leyniþjónustu hersins og þekktan úkraínskan aðgerðasinna.
Rússnesk yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum ásökunum og rússneskir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þær.
SBU segir að annar hinna handteknu búi á svæði í Luhansk, sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu, og hinn í höfuðborginni Kyiv. Þeim var að sögn lofað 150.000 dollurum af rússneskum útsendurum fyrir hvert morð.
Maðurinn frá Luhansk kom til Úkraínu í gegnum Hvíta-Rússland og var handtekinn í borginni Kovel ásamt manninum frá Kyiv.