fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 06:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrylo Budanov, yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, notist við staðgengil eða staðgengla, tvífara, við hin ýmsu tækifæri. Þessu til staðfestingar bendir hann á eitt atriði sem hann segir að komi upp um Pútín og staðgenglana.

Budanov kom fram í sjónvarpi fyrr í vikunni til að ræða um Pútín og tvífara hans. The Sun skýrir frá þessu. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um heilsufar Pútíns og að hann notist hugsanlega við tvífara við hin ýmsu tækifæri. Einn orðrómurinn gengur raunar út á að Pútín sé dáinn og tvífari hans komi fram til að tryggja að rússneska þjóðin telji Pútín vera á lífi.

En Budanov gekk nú ekki svo langt að halda því fram að Pútín sé dáinn en sagði að hann notist oft við staðgengla. Hann sagði að það sem sanni þetta séu eyru Pútíns. „Eyrun eru öðruvísi . . . þau eru eins og fingraför, eyru sérhvers einstaklings eru einstök,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að staðgengill eða staðgenglar Pútíns „noti öðruvísi jakkaföt, framkoma þeirra sé öðruvísi, göngulagið sé öðruvísi og ef vel sé að gáð sé stundum hægt að sjá hæðarmun“.

Budanov hefur áður sagt að hugsanlega hafi tvífari Pútíns verið með í för þegar forsetinn fór til Teheran í Íran í júlí, eða þá að tvífari hafi verið sendur í stað Pútíns. „Pútín“ hafi verið undarlegur að sjá þegar hann gekk niður tröppurnar úr flugvél sinni og þess utan hafi hann verið kvikari í hreyfingum og frískari að sjá en að undanförnu. Að mati Budanov bendir þetta til að um tvífara hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi