Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, staðfesti í samtali við blaðið að stefnt væri að því að taka skýrslu af honum. Það er lögreglan á Norðurlandi eystra sem fer með rannsókn málsins.
Eva Hrund lést í árásinni og Kári særðist lífshættulega þegar hann fékk skot í kviðinn.
Fréttablaðið hefur eftir aðstandanda Kára að bati hans virðist framar öllum vonum.