Hún sagði að ef Frakkar standi saman og spari orku geti þeir komist yfir þá hættu sem er á að til orkuskorts komi en ef allir taki ekki þátt í þessu og verstu sviðsmyndirnar raungerist þá geti farið svo að grípa þurfi til takmarkana fyrir neytendur. „Ef við endum með að skammta verða fyrirtækin mest fyrir barðinu á skömmtuninni og því miður verðum við að vera undir það búin,“ sagði hún.
Hún sagði að ríkisstjórnin væri að gera neyðaráætlanir, þar á meðal kvótakerfi sem geri fyrirtækjum kleift að kaupa og selja orkukvóta. Hún sagði að ríkisstjórnin væri einnig reiðubúin til að hjálpa fyrirtækjum sem verða illa fyrir barðinu á hugsanlegri skömmtun.
Aðvörunarorð hennar sýna þá áherslu sem stjórnmálamenn leggja á að undirbúa almenning og atvinnulífið undir víðtækar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu. Innrásin hefur valdið hækkandi orkuverði vegna minna gasstreymis frá Rússlandi til Evrópu.