fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ellilífeyrisþegi kveikti í bíl rússnesks hershöfðingja – Segja úkraínska sérsveitarmenn hafa dáleitt hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 06:59

Hér sést bíll herforingjans brenna. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn tókst 65 ára rússneskum ellilífeyrisþega að kveikja í bíl háttsetts rússnesk hershöfðingja í Moskvu. Konan var handtekin eftir að hún helti bensíni yfir bílinn og bar eld að honum. Þetta gerðist í miðborg Moskvu.

Konan segir að hún hafi gert þetta í mótmælaskyni við innrásina í Úkraínu. Rússneska fréttastofan Baza er meðal þeirra sem skýra frá þessu.

Konan er sögð hafa sagt lögreglunni að hún hafi með þessu gripið til eigin „sérstöku aðgerðar“ og vísar þar til orða rússneskra valdhafa að innrásin í Úkraínu sé ekki innrás heldur „sérstök hernaðaraðgerð“.

Bíllinn, sem konan kveikti í, er lúxusbíll af gerðinni BMW X6 í eigu Yevgeny Sektarve sem er næstæðsti yfirmaður rússneska herráðsins.

Konan er sögð hafa hlaupið að bílnum, sem var lagt á bílastæði, og hellt bensíni yfir farangursrými hans og síðan borið eld að. Á samfélagsmiðlinum Telegram er fjöldi myndbanda þar sem bíllinn sést í ljósum logum.

Í kjölfar íkveikjunnar fóru rússneskir fjölmiðlar að fjalla um andlegt ástand konunnar. Rússneski miðillinn Lenta skrifaði á Twitter að áður en konan kveikti í bílnum hafi henni verið „rænt“ og hún „dáleidd af úkraínskum sérsveitarmönnum“. Eru þeir sagðir hafa heilaþvegið hana og kennt henni að „kveikja í bílum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“