fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Segja að Rússar hafi misst „tugi þúsunda hermanna“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 06:10

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, að bæta 137.000 hermönnum við rússneska herinn mun líklega ekki auka bardagagetu hersins í Úkraínu mikið.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, um stöðu stríðsins, frá í gær. Einnig kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Rússar hafi misst „tugi þúsunda hermanna“ á þeim rúmu sex mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir og að þeir eigi í erfiðleikum með að fylla upp í skarð þeirra. Meðal ástæðna fyrir því er að þeir sem gegna herskyldu eru ekki skyldugir til að gegna henni utan Rússlands.

Rússar halda tölum um mannfall leyndum en Úkraínumenn skýra daglega frá áætluðu mannfalli rússneska hersins. í síðustu tilkynningu frá þeim kemur fram að þeir hafi fellt 46.500 rússneska hermenn. Ekki er hægt að staðfesta þessa tölu sem er mun hærri en þær tölur sem vestrænar leyniþjónustustofnanir og hernaðaryfirvöld setja fram.

Samkvæmt tölum frá bandarískum sérfræðingum þá hafa allt að 80.000 rússneskir hermenn verið gerðir óbardagafærir frá upphafi stríðsins og eru bæði fallnir og særðir hermenn inni í þessari tölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi