Business Insider skýrir frá þessu og byggir á upplýsingum úr leynilegri NATO-skýrslu. Í henni kemur fram að Rússar hafi flutt tíu orustuþotur frá Krímskaga til annara flugvalla á rússneska meginlandinu. Líklega til að koma í veg fyrir að þeir missi fleiri vélar en þeir misstu að minnsta kosti níu vélar í fyrrgreindri árás á herflugvöllinn.
Í skýrslunni er fjallað um nokkrar árásir á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið 2014, en eins og áður sagði hafa úkraínskir embættismenn ekki staðfest að úkraínski herinn hafi staðið á bak við árásirnar.
Orustuþoturnar tíu voru fluttar til Kushchevsakaya og Marinovka í Rússlandi.