fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ólga í Kreml – Pútín sagður hafa ýtt varnarmálaráðherranum til hliðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 07:50

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum ef ekki öllum er ljóst þá hafa Rússar ekki komist nálægt því að ná hernaðarmarkmiðum sínum í Úkraínu. Margir hafa kennt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, um þetta en hann hefur enga reynslu af hernaði, gegndi til dæmis ekki herþjónustu á sínum yngri árum.

Nú virðist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafa fengið nóg af Shoigu og stjórnunarhæfileikum hans, eða öllu heldur skorti á þeim, og hefur ýtt honum til hliðar. Þetta kemur fram í daglegri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins í dag. Vísar ráðuneytið í fréttir óháðra rússneskra fjölmiðla um þetta.

Segir ráðuneytið að nokkrar heimildir séu fyrir því að Pútín hafi ákveðið að víkja Shoigu frá þar sem honum þyki rússneska hernum ekki ganga vel á vígvellinum. Það vita svo sem allir því víglínurnar hafa nær ekki breyst nokkuð vikum saman. Rússar hafa beðið hvern niðurlægjandi ósigurinn á fætur öðrum, sérstaklega í ljósi þess að þeir töldu sig geta sigrað Úkraínumenn á nokkrum vikum í mesta lagi. Nú er rúmt hálft ár síðan þeir réðust inn í landið og árangurinn hefur ekki verið mikill.

Pútín er nú sagður fá beinar skýrslur frá hershöfðingjum um gang stríðsins.

Í stöðuskýrslunni kemur fram að reyndir herforingjar og hermenn geri líklega mikið grín að Shoigu vegna lélegra stjórnunarhátta og slælegs gengis á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“