fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Ný Fréttavakt: Mikil aukning sjálfvirkra skotvopna á Íslandi – Hætt við tunglflaugarskot

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að hátt í 700 sjálfvirkir riflar skráðir á Íslandi í dag. Sviðsstjóri þjónustusviðs Ríkislögreglustjóra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu mála.
Hætt var við að skjóta tunglferjunni Artemis fyrsta á loft í dag frá Kennedy geimferðastöðinni stöðinni í Flórída í dag,  vegna bilunar í eldsneytiskerfi.  Reynt verður aftur á föstudag.
Hamfaraþurrkar og flóð verða sífellt algengari af völdum loftslagsbreytinga af mannavöldum.  Erfið staða er víða í Evrópu vegna þurrka og hamfaraflóð herja á Pakistan.
Listakona hefur ættleitt rými í Bankastræti í ágúst þar sem hún skapar fyrir allra augum og sýnir verkin sín.

Og hæstu hitatölur sumarsins verða að líkindum á morgun á Norðausturlandi þegar hiti verður á bilinu 20-25 stig að deginum í sól en nokkrum vindi.

Frettavaktin mánudagur 29. ágúst 2022
play-sharp-fill

Frettavaktin mánudagur 29. ágúst 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture