fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Svört spá um stríðið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 05:57

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru sex mánuðir liðnir síðan rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Rússar ætluðu að sigra úkraínska herinn á skömmum tíma, ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald auk stærsta hluta landsins, bola Volodomyr Zelenskyy, forseta, og stjórn hans frá völdum og „afnasistavæða“ landið eins og Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði. En Rússar hafa ekki náð markmiðum sínum og eru eiginlega fastir í einhverskonar martröð.

Þeir komast ekkert áfram í sókn sinni. Víglínurnar hafa lítið breyst síðustu fjóra mánuði. Rússar þurftu að hörfa frá Kyiv. Þeir sæta refsiaðgerðum alþjóðasamfélagsins og eru að miklu leyti einangraðir á alþjóðavettvangi. Vesturlönd beita þá efnahagslegum refsiaðgerðum sem bíta illa. Í heildina hafa Rússar verið niðurlægðir síðustu sex mánuði. Í ljós kom að her þeirra, sem flestir töldu einn þann öflugasta í heimi, er illa búinn, hermenn eru illa þjálfaðir og stjórnun hersins virðist ekki vera upp á marga fiska. Ekki bætir úr skák að innrásin kom illa við Svía og Finna sem hafa nú sótt um aðild að NATO. Það þýðir að Rússar fá nú NATO-ríki í bæjarhlaðið.

Martröð Pútíns

En hver er staðan í stríðinu? Er því að fara að ljúka? Ekstra Bladet ræddi við nokkra sérfræðinga sem sögðu að svo sé ekki, reikna megi með að stríðið standi enn yfir eftir sex mánuði.

„Ég hallast að því að það verði enn stríð eftir sex mánuði. Kannski geta Úkraínumenn gert Rússana svo meyra að herdeildir þeirra brotna saman. Þá munum við sjá breytingar. En Rússarnir geta enn fengið refsifanga, fólk frá fátækum jaðarsvæðum og fólk í neyð sem er reiðubúið til að vera fallbyssufóður í stríðinu,“ sagði Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins.

„Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að Rússar setjist við samningaborðið. Þeir hafa sagt að þeir muni halda atkvæðagreiðslur á herteknu svæðunum. En það er óraunhæft að það verði gert á þessu ári. Það verður erfitt fyrir Pútín að láta hertekið land af hendi og Úkraínumenn virðast hafa styrkst. Þess vegna tel ég að það verði enn stríð eftir sex mánuði,“ saðgi Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússland við Dansk Institut for Internationale Studier.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump