fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Björn segir Kristján hafa opinberlega smánað sig „í boði Nóa Siríus og Sýnar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Steinbekk, sem vinnur við markaðsmál og varð þekktur fyrir að fljúga drónum hjá eldgosinu í Geldingadölum, er allt annað en sáttur með ummæli sem sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson lét falla um hann í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

Ummælin sem um ræðir komu í kjölfar umræðu um ummæli Björns um notkun Breiðabliks á boltasækjurum í leik gegn Víkingi Reykjavík. „Að leggja það upp við krakka í fimmta flokki sem eru boltasækjarar að tefja leik, vera óheiðarlegir þegar helsta vandamál fótboltans í dag er að spilatími í leik er að nálgast 60 mínútur er á efsta stigi grátlegt,“ skrifaði Björn. „Flosi Eiríksson, þið ættuð að taka til í stefnumálum ykkar ef þetta er uppleggið. Þetta var ykkur til skammar í gær.“

Þegar ummæli Björns voru til umræðu í Þungavigtinni sagði Kristján Óli eftirfarandi: „Ertu að tala um miðaræningjann í Frakklandi. Það stendur þarna óheiðarlegir. Hvað er sá maður annað en óheiðarlegur? Taktu bara þennan dróna þinn, fljúgðu honum ofan í eitthvað hraun og grjóthaltu kjafti.“

Þá sagði Kristján einnig að Björn væri „bara pínulítill“, hann ætti að „líta í eigin barm“ og „hætta að kasta steinum úr glerhúsi“.

Ástæðuna fyrir því að Kristján uppnefnir Björn með þessum hætti má rekja til þess að Björn hafði milligöngu um að útvega fólki miða á leik Íslands og Frakklands á EM árið 2016. Björn átti að fá miðana í París en fékk þá ekki í hendurnar og gat ekki staðið við gerða samninga. Hann reyndi að bjarga málunum en náði ekki að fá miða fyrir alla. Mikil reiði skapaðist í kringum atvikið sem vakti töluverða athygli á sínum tíma.

„Meiðyrði og sleggjudómar“ án ábyrgðar

DV birti frétt um ummælin sem Kristján lét falla í þættinum en fréttin var síðar tekin úr birtingu eftir samtals Björns við ritstjóra miðilsins, Björn Þorfinnsson, sem baðst afsökunar á birtingunni.

„En skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi,“ segir Björn í pistli sem birtist á Vísi í dag með yfirskriftinni: „Opin­ber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar“.

Í pistlinum lýsir Björn því hvernig hann hefur haft samband við forstjóra og aðra stjórnendur hjá Sýn, sem rekur hlaðvarpsveituna sem birtir Þungavigtina, til að fá gögn með rökum fyrir þeirri staðhæfingu að hann væri dæmdur fyrir rán. „Var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið,“ segir Björn.

Afsökunarbeiðnin kom þó en var með einu orði sem Björn segir að sé forboðið þegar kemur að afsökunarbeiðnum. „Það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi,“ segir hann.

„Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja reka fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð.“

Segir „eitraða menningu búningsklefa“ ráða ríkjum í hlaðvarpinu

Undir lok pistilsins furðar Björn sig á því að hlaðvarpsþátturinn sé með styrktaraðila þegar stjórnendur þáttarins láta ummæli sem þessi út úr sér í þættinum.

„Hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili.“

Þá segir Björn að „eitruð menning búningsklefa“ og „ábyrgðarleysi“ ráði ríkjum í hlaðvarpinu. „Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menning búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um,“ segir hann.

Björn hafði samband við styrktaraðila hlaðvarpsins og lét þá vita af ummælum Kristjáns. Hann hrósar Coca-Cola European Partners á Íslandi fyrir að hætta að styrkja hlaðvarpið. Hann gagnrýnir þó Nóa Siríus, sem er einn af styrktaraðilum hlaðvarpsins, því hann hefur ekki ennþá fengið svar við ítrekuðum tölvupósti um málið.

„Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“