Zelenskyy eyddi miklum tíma í að fara yfir gang stríðsins í ávarpi næturinnar. „Fáninn okkar er orðinn alþjóðlegt tákn hugrekkis. Tákn allra sem vilja lifa frjálsir. Þar sem er blátt og gult, þar er ekki og þar verður ekki harðstjórn. Fáninn okkar er alls staðar – allt frá víglínunni til höfuðborga í öllum heimsálfum og hann táknar alls staðar það sama: mennsku.“
Hann þakkaði síðan öllum þeim sem hafa hjálpað Úkraínu og stutt síðan Rússar réðust inn í landið: „Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa valið þá leið þar sem maður berst fyrir því sem gerir lífið ósvikið: frelsi og sjálfstæði.“
Hann varaði landa sína einnig við og sagði að þar sem dagurinn sé þeim svo mikilvægur þá sé hann einnig mikilvægur fyrir Rússland og því muni Rússar mjög líklega gerar harðar árásir á Úkraínu í dag.