fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Rússneskur ferðamaður kom upp um staðsetningu rússneskra loftvarnaflauga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 05:54

Ein af myndunum sem um ræðir. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eina sem hann ætlaði sér var að eiga minningu um fríið á Krímskaga. Af þeim sökum stillti hann sér upp á sundskýlunni einni saman og lét taka myndir af sér með tvo stóra vörubíla á bak við sig. Á þeim eru fjögur löng rör í felulitum. Hann birti myndirnar síðan á Vkontakte, sem er rússneska útgáfan af Facebook.

Hernaðarsérfræðingar sáu þá strax að á vörubílunum voru rússnesk S-400 loftvarnarkerfi sem eru miðpunktur varna Rússa gegn árásum Úkraínumanna úr lofti. Þeir komust einnig að því að myndavél mannsins hafði vistað staðsetningargögn á myndunum þannig að þeir gátu séð nákvæmlega hvar loftvarnarkerfið var þegar myndirnar voru teknar.

„Takk og haldið þessari góðu vinnu áfram,“ skrifaði úkraínska varnarmálaráðuneytið á Twitter og þakkaði ferðamanninum þar með fyrir framlag hans.

Úkraínumenn hafa að undanförnu gert árásir á herstöðvar og vopnageymslur á Krím og því eru allar upplýsingar um staðsetningar skotmarka vel þegnar. Ekki er vitað hvort Úkraínumenn gerðu árás á grunni ljósmyndanna en myndir, teknar af almennum borgurum, hafa margoft verið tengdar við árásir Úkraínumanna á rússnesk skotmörk.

Fyrr í mánuðinum kom rússneskur bloggari óvart upp um heimilisfang höfuðstöðva málaliða, sem styðja Rússa, í austurhluta Úkraínu. Nokkrum dögum síðar gerðu Úkraínumenn árás á bygginguna.

Í síðustu viku réðust þeir á skotfærageymslu á Krím eftir að upptaka, sem var birt á samfélagsmiðlum, sýndi að mikið magn vopna var geymt með fram járnbrautarteinum.

Rétt er að hafa í huga að Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á hendur sér á þessum árásum en fæstum dylst að þeir stóðu á bak við þær.

Úkraínumenn hafa varað rússneska ferðamenn við ferðum til Krím og segja þá lifa hættulega með því að fara þangað því Úkraína ætli sér að ná skaganum aftur á sitt vald. „Kannski erum við of grimm við rússneska ferðamenn . . . stundum geta þeir verið til mikillar hjálpar,“ skrifaði úkraínska varnarmálaráðuneytið á Twitter með húmorinn að vopni og birti myndina af manninum í sundskýlunni.

Hann hefur nú eytt færslu sinni af Vkontakte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því