fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Komu upp um óhugnanleg hryðjuverkaáform í Danmörku – Vopn, stálkúlur og efni til sprengjugerðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 08:11

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast réttarhöld í Holbæk í Danmörku fyrir tveimur körlum og einni konu sem eru ákærð fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á óþekktum stað í Danmörku eða erlendis. Um hjón, 31 og 35 ára, og 37 ára karlmann er að ræða. Karlarnir eru bræður. Allt neitar fólkið sök.

Það var í febrúar á síðasta ári sem lögreglan og leyniþjónusta lögreglunnar létu til skara skríða á fjölda staða á Sjálandi. 13 voru handteknir, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk. Aðeins þau þrjú fyrrnefndu voru ákærð vegna málsins.

Heima hjá hjónunum í Holbæ fann lögreglan fjölda hluta sem hún telur að hafi átt að nota til að fremja hryðjuverk. Þar á meðal eru vopn og efni til sprengjugerðar. Lögreglan hefur sagt að hún sé sannfærð um að handtakan hafi komið í veg fyrir hryðjuverk.

Danska ríkisútvarpið segir að í ákærunni komi fram að lögreglan hafi fundið vélbyssu, afsagaða haglabyssu og riffil með sjónauka heima hjá hjónunum. Auk þess fundust 300 skot í byssurnar.

Ákæruvaldið telur einnig að hin ákærðu hafi orðið sér úti um efni til sprengjugerðar. Á heimili hjónanna fundust 100 metrar af kveikiþræði, 166 stálkúlur og 16 kíló af ýmsum efnum.

Lögreglan telur að það hafi verið 35 ára karlmaðurinn sem átti að búa til sprengju eða sprengjur úr efnunum og að hann hafi gert nokkrar tilraunasprengingar. Eiginkona hans og eldri bróðir eru talin hafa hvatt hann til sprengjugerðarinnar. Bróðirinn hafði að auki leyft hinum ákærðu að nota íbúð sína í Dessau í Þýskalandi til undirbúnings. Þar voru ýmis efni geymd.

Fólkið er einnig ákært fyrir að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkasamtaka með því að senda sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna til aðila sem tengist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Bræðurnir eru frá Sýrlandi og krefst ákæruvaldið þess að þeim verði vísað úr landi ef þeir verða sakfelldir. Konan er með danskan ríkisborgararétt og er þess krafist að hún verði svipt honum ef hún verður sakfelld. Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp 16. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri