Orkufyrirtækið Uniper skýrir frá þessu en það sér um rekstur orkuversins.
Ástæðan fyrir gangsetningunni er orkuskortur vegna lítils framboðs af gasi en það má rekja til stríðsins í Úkraínu og deilna Rússa og Vesturlanda vegna þess.
Orkuverði er 875 megavött og er eitt hið stærsta í landinu. Þýsk stjórnvöld hafa í hyggju að hætta notkun kolaorkuvera í síðasta lagi 2038. En stríðið í Úkraínu og orkuskortur hefur neytt Þjóðverja til að taka nokkur kolaorkuver aftur í notkun.