Á Fréttavaktinni í kvöld: Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra krefst úrbóta á mörgum sviðum í kjölfar skotárásarinnar á Blönduósi. Aðstandendur árásarmannsins segja hann hafa tekið hræðilegar ákvarðanir.
Vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er á morgun. Flestir sérfræðingar eiga von á enn meiri vaxtahækkunum.
Æðstu ráðamenn þjóðarinnar tóku sér far með fyrstu rafknúnu farþegaflugvélinni hérlendis sem hóf sig til lofts frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Tilkoma vélarinnar markar stór tímamót í flugsögu Íslands.
Á Dalvík er að finna einn minnsta veitingastað á landinu, en það er einskonar take-away staður sem ung kona frá Tælandi rekur á sumrin, milli þess sem hún vinnur í fiski í frystihúsinu í bænum. Maturinn er allur ættaður frá heimalandi hennar.