Ilya Ponomarev, sem er fyrrum þingmaður á rússneska þinginu, Dúmunni, segir að það hafi verið rússneskir skæruliðar sem stóðu á bak við sprengjutilræðið. The Guardian skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Ponomarev hafi sagt þetta á rússneskumælandi sjónvarpsstöð í Kyiv. Sagði hann að neðanjarðarher hafi verið að verki. Þetta sé her sem starfi í Rússlandi og hafi að markmiðið að steypa Vladímír Pútín og stjórn hans af stóli.
Ponomarev var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn innlimum Krím í Rússland árið 2014. Í kjölfarið var hann stimplaður föðurlandssvikari og sakaður um að hafa ekki staðið undir skyldum sínum sem þingmaður. Hann fór í útlegð til Bandaríkjanna í kjölfarið en 2016 flutti hann til Kyiv þar sem hann hefur búið síðan.
Ponomarev sagði að sprengjutilræðið á laugardaginn, eins og margar aðrar árásir og tilræði, sem hafa átt sér stað í Rússlandi á síðustu mánuðum, hafi verið gert af fyrrnefndum neðanjarðarher, skæruliðum.