fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Rússneskur hermaður lýsir upplifun sinni af innrásinni – „Við vorum eins og villimenn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 06:05

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Filatyev er á flótta. Ástæðan er að hann var áður liðsmaður rússneska hersins en nú hefur hann gefið út bók, dagbók, um stríðið og er hún vægast sagt gagnrýnin í garð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og rússneska hersins.

Fáir rússneskir hermenn hafa tjáð sig um stríðið en Filatyev er einn fárra sem hefur þorað því.

The Guardian segir að í bókinni lýsi hann því meðal annars að rússnesku hermennirnir hafi þurft að brjótast inn í úkraínsk eldhús til að verða sér úti um mat: „Við vorum eins og villimenn. Við borðuðum allt sem var þar. Haframjöl, graut, sultu, hunang, kaffi. Okkur var sama um allt. Okkur var ýtt að þolmörkum. Flestir höfðu verið í einn mánuð á vígvellinum án þess að upplifa svo mikið sem vott af þægindum, bað eða venjulegan mat.“

Filatyev, sem var liðsmaður fallhlífahersveita rússneska hersins, hefur nú yfirgefið Rússland og er í felum á ótilgreindum stað.

Í bókinni lýsir hann ruglingslegu upphafi stríðsins þar sem rússnesku hermennirnir hafi verið með lélegan búnað og skort hafi upp á samskipti og upplýsingaflæði. „Það tók mig vikur að skilja að það var alls ekkert stríð á rússnesku landsvæði, að við hefðum ráðist á Úkraínu,“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Í bókinni, sem er 141 blaðsíða, er því meðal annars lýst þegar Filatyev og félagar hans hertóku borgina Kherson þar sem þeir lentu í gríðarlegu sprengjuregni. „Á þessum tímapunkti hugsaði ég með mér að það sem við værum að gera þarna væri kjaftæði. Til hvers í fjandanum við værum í þessu stríði? Ég lofaði sjálfum mér og guði að ef ég lifði þetta af myndi ég geta allt sem ég gæti til að stoppa þetta,“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Hann segir einnig að búnaður rússneska hersins sé gamall. Til dæmis hafi riffillinn hans verið ryðgaður og ekki í fullkomnu lagi þegar hann fékk hann skömmu fyrir stríðið. Ökutækin voru í lélegu ásigkomulagi og voru hermennirnir því berskjaldaðir fyrir árásum. „Við vorum fullkomið skotmark. Það var óljóst hver áætlunin var og eins og venjulega vissi enginn neitt,“ segir hann í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi