fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Meiðyrðamáli Sverris Einars gegn Sindra vísað frá Landsrétti – Reiddi ekki fram 1 milljón króna tryggingu

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 13:59

Sverrir Einar Einarsson og Sindri Þór Sigríðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju Vínbúðarinnar, gekk Sindra Þór Sigríðarsyni var vísað frá Landsrétti í síðustu viku en dómurinn birtist á vef Landsréttar í morgun. Sindri Þór var sýknaður af meiðyrðakæru Sverris Einars í Héraðsdómi en sá síðarnefndi ákvað að áfrýja málinu til Landsréttar. Lögmaður Sindra Þórs, Jóhannes S. Ólafsson, krafðist þess að lögð yrði fram málskostnaðartrygging og úrskurðaði Landsréttur fyrr í sumar að sú upphæð skyldi vera 1 milljón króna og hafði Sverrir Einar frest til 11. júlí að leggja upphæðina fram. Það gerði hann hins vegar ekki og því var málinu vísað frá Landsrétti og Sverri Einari gert að greiða Sindra Þór 300 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju Vínbúðarinnar, sem stefndi Sindra Þór Sigríðarsyni fyrir meiðyrði og tapaði málinu, hefur áfrýjað því til Landsréttar. Áður hafði Sverrir Einar verið dæmdur til að greiða Sindra Þór 900 þúsund krónur í málskostnað í héraði.

Hér má lesa úrskurð Landsréttar

Stefndi Sindra vegna fjögurra ummæla á Twitter

Málið er til komið vegna umræðna og deilna á Twitter haustið 2021 þar sem umfjöllunarefnið voru mál knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar, sem sakaður var um ofbeldi. Sindra þótti Sverrir ganga svo hart fram í þessum umræðum að hann sakaði hann um áreitni gagnvart konunum sem hann deildi við. Sverrir stefndi Sindra vegna eftirfarandi ummæla:

„Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“
„Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“
„Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Krafðist Sverrir ómerkingar ummælanna og greiðslu skaðabóta en því hafnaði Héraðsdómur með öllu.

Sætti sig ekki við niðurstöðuna

Sverrir ákvað hins vegar að áfrýja málinu til Landsréttar og birti eftirfarandi yfirlýsingu þegar sú ákvörðun lá fyrir. „Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar. Þá er ljóst að hann gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ skrifaði Sverrir Einar.

Nú hefur málinu hins vegar verið vísað frá dómi eins og áður segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng