fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Þessi órói bendir til að það sé ekkert langt í gos“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 05:47

Frá gosinu á síðasta ári. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorninu, aðallega Reykjanesi, síðan á laugardag þegar jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga. Í gærkvöldi höfðu rúmlega 10.000 skjálftar mælst, þar af margir öflugir.

Öflug hrina reið yfir suðvesturhornið í gærkvöldi og var sterkasti skjálftinn 5 að stærð.

„Þessi órói bendir til að það sé ekkert langt í gos,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagðist vonast til að ekki gjósi en allar líkur séu hins vegar á að það gerist en hvenær og hvar sé óvíst. Hann sagði líklegra að gos hefjist í haust en núna og að langlíklegast komi gosið upp þar sem óróinn er mestur. Mesta skjálftavirknin hefur verið vestan við Þorbjörn, austnorðaustur af Grindavík og við Fagradalsfjall.

Þorvaldur sagði mikilvægt að landsmenn átti sig á að nú sé nýtt gostímabil hafið. Slík tímabil séu 200 til 400 ára löng.

Hann sagði að eldgosasaga Reykjaness sýni að þar sé eldvirknin í syrpum af eldgosum sem kallast eldar. „Tveir síðustu eldar stóðu yfir í 30 ár. Það þýðir ekki að það hafi verið samfellt gos, heldur gaus mörgum sinnum á því tímabili,“ sagði hann og sagði ekki ólíklegt að þetta mynstur haldi áfram.

Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að mjög ólíklegt sé að eldgos á þessu svæði verði mannskæð. Þetta séu frekar kraftlítil hraungos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta