fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Telur að Rússar séu að tapa stríðinu – Það hefur aukna hættu í för með sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 06:54

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski björnin hefur ekki verið viðkvæmari síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Það gerir hann enn hættulegri.

Þetta er mat Tormod Heier, prófessors við norska herskólann. Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagðist hann telja að Rússland hafi ekki verið svo viðkvæmt síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Ástæðan er fjöldi mistaka sem Rússar hafa gert í stríðinu í Úkraínu.

Hann sagði að Rússar hafi gert fjölda mistaka í stríðinu og segist telja að þeir geti ekki unnið það með beitingu hefðbundins herafla.

„Er Rússland að tapa stríðinu í Úkraínu?“ var hann spurður og svarið var: „Já, það myndi ég segja. Þetta er stríð sem var heldur aldrei hægt að vinna hernaðarlega séð.“

Hann sagði að ef ráðist sé á annað land þurfi að hafa þrisvar sinnum fleiri hermenn en það til að geta sigrað. Það hafi Rússar ekki. „Með sína 190.000 hermenn hefðu þeir þurft að vera með að minnsta kosti hálfa milljón til að geta sigrað í stríðinu í Úkraínu. Af þessu sökum sáum við þá draga mjög úr markmiðum sínum eftir nokkrar vikur til að geta hertekið þau svæði í austurhluta Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar höfðu á valdi sínu,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta hafi því miður í för með sér aukna hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum. Ástæðan fyrir því sé að særður björn sé hættulegur björn.

„Markmiðið með hervaldi er að sækja fram pólitískt. En þess í stað eru Rússar orðnir einangraðri í Evrópu. Þeir hafa í grunninn tapað meiru en þeir hafa unnið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“