Á Fréttavaktinni í kvöld er sagt frá því að að borgarráð samþykkti í dag nýjar aðgerðir í leikskólamálum með því að flýta móttöku nýrra barna í Ævintýraborg á Nauthólsvegi sem og skoða fleiri úrræði.
Foreldrar barna sem ekki hafa leiksskólapláss fjölmenntu með börn sín í Ráðhúsið í dag og breyttu því í leikskóla. Hústakan var þáttur í mótmælaaðgerðum foreldra.
Ungmenni með þroskahömlun hér á landi mæta enn mótlæti hvað menntun varðar á háskólastigi. Herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Hvað er planið, hefst í dag.
Fréttavaktin rýnir í tekjum hæstlaunuðustu forstjóra landsins samkvæmt nýbirtri skattskrá, inn í tölurnar reiknast einnig hagnaður vegna kaupréttar sem teljast til launa.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þátt kvöldsins hér að neðan: