fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Haraldur bjóst við gullinu en tekur glaður við silfrinu í Skattakóngskeppninni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 16:03

Haraldur Ingi Þorleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og auðkýfingur, segist hafa búist við því að hann yrði Skattakóngur Íslands í ár. Hann varð hinsvegar að „sætta sig“ við silfrið og segist stoltur taka við þeim heiðri að fá að borga tilbaka til samfélagsins sem gaf ungum fötluðum lágstéttardreng menntun og aðgang að heilbrigðiskerfi.

Þetta kemur fram í Twitter-færslu Haralds til fylgjenda sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem að Haraldur nýtur vinsælda.

Eins og DV greindi frá í gær var Haraldur með mánaðarlaun uppá rúmar 102 milljónir króna á mánuði. Ástæðan var sú að fyrr á árinu seldi Haraldur Ingi fyrirtæki Ueno til bandaríska stórfyrirtækisins Twitter í fyrra og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum. Ástæðan var sú að þannig borgaði hann hæstu mögulegu skattprósentu til Íslands af söluverðinu en ljóst er að Haraldur Ingi hefði getað sparað sér hundruði milljóna með því að greiða sér kaupverðið út í arð. Hann borgar um 450 milljónir króna í heildarskatt en hefði getað nánast helmingað þá upphæð með því að taka peninginn út sem arðgreiðslu.

Þá vakti það mikla athygli að  Haraldur Ingi kaus greiða skatt af sölunni á Íslandi í stað þess að fara eftir ráðleggingum skattaráðgjafa og færa söluandvirðið yfir í félag í einhverju af skattaskjólum heimsins.

Magnús Steinarr Norðdahl, sem lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í fyrra, varð skattakóngur með 118 milljónir króna í mánaðarlaun sem helgast af sölu fyrirtækisins og uppgjöri á kaupréttarsamningi forstjórans. Kvaðst hann einnig ánægður með Skattakóngs-titilinn og því Íslendingar greinilega heppnir með auðkýfinga, að minnsta kosti í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Í gær

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“