Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, var með hæstu launin í fyrra af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar. Alls var Lilja Dögg með rétt tæpar 2,7 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra og var með sjónarmun hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri-Grænna. Ný ríkisstjórn Katrínar var formlega mynduð í nóvemberlok og því sátu flest þeirra sem nú gegna ráðherraembættum í fyrri ríkisstjórn og á ráðherralaunum.
Undantekningin er Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, og Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Þeir gegndu hvorugir ráðherraembættum í fyrra og voru því með talsvert lægri laun en kollegar þeirra.
DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga. Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum.
Lilja D.Alfreðsdóttir | Menningar- og ferðamálaráðherra | 2.695.920 |
Katrín Jakobsdóttir | Forsætisráðherra | 2.670.568 |
Bjarni Benediktsson | Fjármála- og efnahagsráðherra | 2.421.226 |
Guðlaugur Þór Þórðarson | Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra | 2.399.866 |
Sigurður Ingi Jóhannsson | Innviðaráðherra | 2.329.764 |
Svandís Svavarsdóttir | Matvælaráðherra | 2.312.823 |
Guðmundur Ingi Guðbrandsson | Félags- og vinnumarkaðsráðherra | 2.216.871 |
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir | Utanríkisráðherra | 2.131.837 |
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | Vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra | 2.039.771 |
Ásmundur Einar Daðason | Mennta- og barnamálaráðherra | 2.013.678 |
Willum Þór Þórsson | Heilbrigðisráðherra | 1.600.775 |
Jón Gunnarsson | Dómsmálaráðherra | 1.525.718 |