Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason var með rúma 1,6 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt álagningaskrá Ríkisskattsstjóra. Fréttablaðið greindi frá. Sölvi stýrði vinsælasta hlaðvarpsþætti landsins og rukkaði áskriftagjald á heimasíðu sinni. Hann steig til hliðar á síðasta ári eftir að tvær konur kærðu hann til lögreglu fyrir meint ofbeldi. Hann hélt sig fyrir utan sviðsljósið í rúmt ár en steig nýlega aftur fram og birti nýja hlaðsvarpsþætti sem virðast falla vel í kramið.
Sölvi steig nýverið aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa tekið vinsæla hlaðvarpsþætti sína úr loftinu í fyrra eftir að tvær konur kærðu hann til lögreglu fyrir meint ofbeldi.
DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga. Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum