fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir að nánast of mikil eftirspurn hafi verið í ferðaþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 09:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að eftirspurnin í sumar hafi nánast verið of mikil. Greinin hafi verið á mikilli siglingu og að enginn greinandi hafi séð fyrir að greinin tæki svona hratt við sér.

„Við höfum ákveðna afkastagetu og erum með takmarkandi þætti sem eru sú þjónusta sem ferðamaðurinn þarf á að halda. Þar höfum við rekið okkur á veggi vegna þess að það er ekki nóg til. Hvorki gisting né bílaleigubílar né rúturnar og heldur ekki nóg af leiðsögumönnum,“ hefur Fréttablaðið eftir henni í umfjöllun um málið í dag.

Hún sagði að dæmi séu um að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að hafna bókunum og að það þurfi að læra af þessari stöðu. Markmið ferðaþjónustunnar sé að vaxa og verða sterkari stoð í útflutningi en hún er núna. Því verði að fara í ákveðna naflaskoðun, bæði greinin sjálf og stjórnvöld.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“