Wagnerhópurinn er her málaliða sem sinnir ýmsum verkefnum fyrir rússnesk stjórnvöld sem hafa þó alla tíð neitað því að hafa nokkur tengsl við hópinn.
Sreda heimsótti höfuðstöðvar Wagnerhópsins í Popasna í síðustu viku og birti myndir af heimsókninni. Daily Mail segir að á myndunum hafi verið smáatriði, til dæmis heimilisfang nærliggjandi loftvarnabyrgis, sem gaf úkraínskum sérfræðingum möguleika á að staðsetja höfuðstöðvarnar.
Á sunnudaginn var skýrt frá því á Telegram, á aðgangi tengdum Wagnerhópnum, að skotið hefði verið á höfuðstöðvarnar.
Úkraínskir fjölmiðlar segja að eftir að sérfræðingum tókst að staðsetja höfuðstöðvarnar hafi HIMARS-flugskeytum verið skotið á þær. Um 100 liðsmenn Wagnerhópsins eru sagðir hafa fallið í árásinni.
Myndir af vettvangi sýna að byggingin er mikið skemmd og einnig hafa myndir verið birtar af því þegar lík voru borin út úr henni.