Í skjali sem hefur verið dreift til vestrænna leyniþjónustustofnana segir að „fulltrúi úr innsta hring Pútíns hafi gefið í skyn að vilji sé fyrir hendi til að semja. Elítan í Kreml sé örvæntingarfull.“ The Mirror hefur séð þetta skjal.
Ekki er vitað hvaða rússneski embættismaður á í hlut en í skjalinu er hann sagður vera einn af „hornsteinum rússnesku stjórnarinnar“.
The Mirror hefur eftir úkraínskum stjórnarerindreka að það komi ekki á óvart ef háttsettir rússneskir embættismenn reyni að ná sambandi við vestrænar leyniþjónustustofnanir án vitundar Pútíns.
Hvort sem það er rússneskur embættismaður eða stjórnmálamaður sem gerist svo djarfur að lýsa því yfir að rétt sé að koma á friði í Úkraínu eða gagnrýnir Pútín þá er vitað mál að líf viðkomandi og fjölskyldu hans er í bráðri hættu.