BBC skýrir frá þessu.
Rússar hafa verið með kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, á sínu valdi síðan í mars. Úkraínskir starfsmenn sjá þó um rekstur versins. Zelenskyy hefur sakað Rússa um að breyta kjarnorkuverinu og nánasta umhverfi þessi í herstöð.
Orð Zelenskyy má rekja til þess að Rússar virðast skjóta á úkraínska bæi frá kjarnorkuverinu því þeir reikna með að Úkraínumenn þori ekki að svara skothríðinni.
Stríðsaðilarnir hafa kennt hvor öðrum um að hafa skotið á kjarnorkuverið. Úkraínumenn telja að Rússar séu meðvitað að reyna að valda tjóni á verinu.