fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Segja að FBI hafi leitað að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn heima hjá Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:45

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, á Palm Beach á Flórída á mánudaginn voru þeir meðal annars að leita að leyniskjölum um kjarnorkuvopn.

The Washington Post skýrir frá þessu. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem þekkja vel til rannsóknarinnar.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort skjölin tengjast bandarískum kjarnorkuvopnum eða kjarnorkuvopnum annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu í samtali við blaðið að áhyggjur væru uppi um að leyniskjöl af þessu tagi geti endað í höndum rangra aðila.

Hvorki dómsmálaráðuneytið eða FBI hafa viljað staðfesta þetta.

Ekki er vitað hvort FBI fann það sem leitað var að heima hjá Trump.

Það var Trump sjálfur sem skýrði frá húsleitinni á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, á mánudaginn. Hann sagði meðal annars að FBI hefði brotist inn í peningaskápinn hans.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti á fréttamannafundi í gær að hann hefði samþykkt ákvörðunina um að gera húsleit heima hjá Trump.

Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Trump hafi tekið 15 kassa með leyniskjölum með sér úr Hvíta húsinu. Yfirvöld hafa mánuðum saman reynt að fá hann til að afhenda þessa kassa en án árangurs. Það er meðal þessara skjala sem skjöl um kjarnorkuvopn leynast að sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar