fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fiskverð sagt komið að sársaukamörkum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 09:00

Það er ekki ódýrt að kaupa sér fisk í matinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskverð hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú komið að sársaukamörkum. Verðhækkanirnar má rekja til árstíðabundinna aðstæðna en einnig hefur eftirspurn eftir fiski aukist mikið, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna Rúnari Heimissyni, framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða, að fiskverð hafi sennilega aldrei verið jafn hátt og núna, að minnsta kosti ekki í gegnum kerfi Reiknistofunnar en hún var stofnuð 1992.

Um 20% af öllum bolfiskafla fara í gegnum Reiknistofuna og hærra hlutfall á sumrin þegar strandveiðar standa yfir.

Kílóverð á slægðum þorski var undir 300 krónum í vor en er nú vel yfir sex hundruð krónur. Það er árviss viðburður að verðið hækki þegar strandveiðum lýkur og almennt er verðið hátt á haustin.

Það hefur áhrif á aðstæðurnar núna að þorskkvótinn var skertur, annað árið í röð, og minna framboð er af rússneskum fiski erlendis vegna stríðsins en það skilar sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskum fiski. Bjarni sagðist telja að verðið sé komið upp að sársaukamörkum. „Ég sé ekki fyrir mér að verðið hækki mikið meira. Í fyrra vorum við í háum verðum fram í októberbyrjun. Þá fóru verðin að sveiflast, aðallega eftir veðri,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar