Fréttablaðið hefur eftir Maria Odgaard, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á Norður-Jótlandi, að ástand fórnarlambsins, sem er 56 ára, sé nú stöðugt og sá maðurinn úr lífshættu. Hún sagði að áverkar hans hafi verið svo alvarlegir að hann hefði getað dáið ef hann hefði ekki komist undir læknishendur.
Árásin átti sér í stað í húsbíl á tjaldsvæðinu. Fórnarlambið höfuðkúpubrotnaði, kjálkabrotnaði og rifbeinsbrotnaði auk fleiri áverka. Hann var einnig skorinn með eggvopni í andlit og útlimi.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.