fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Ingvar Lundberg tónlistarmaður látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. júlí 2022 11:05

Ingvar Lundberg. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Lundberg  tónlistarmaður er látinn, 56 ára að aldri. Ingvar var hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen og meðal annars tilnefndur til Edduverðlauna fyrir hljóðmynd úr kvikmyndinni Dýrið.
Ingvar Lundberg. Mynd/Facebook

Í tilkynningu sem hljómsveitin birti á Facebook segir:

Besti og ljúfasti vinur okkar og förunautur, Ingvar Lundberg hljómborðsleikari í Súellen er látinn. Hversu ósanngjarnt og ömurlegt. Sorg og söknuður umlykur allt. Það er erfitt að ná utan um að þessum góða dreng hafi verið gert að fara svona snemma.
Ingvar auðgaði líf fólks sem í kring um hann var, hlustaði og gaf, dillandi hláturinn, hrókur alls fagnaðar, dásamlega skemmtilegur, gáfaður í meira lagi og ekki síst einstakur tónlistarmaður og kvikmyndahljóðhönnuður. Arfleifð Ingvars er merkileg og dýrmæt, meira um það síðar.
Við sendum fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Súellen
DV vottar fjölskyldu og aðstandendum Ingvars innilegar samúðarkveðjur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“