fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Slökkva ljósin og skrúfa fyrir heita vatnið til að spara gas

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 08:00

Frá Hanover. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Hanover í Þýskalandi hafa ákveðið að grípa til sparnaðaraðgerða vegna gasskorts. Meðal þess sem verður gert er að hætt verður lýsa byggingar í eigu borgarinnar upp að næturlagi og skrúfað verður fyrir gosbrunna. Skrúfað verður fyrir heitt vatn í opinberum byggingum, sundlaugum og íþróttahúsum.

Sky News segir að Belit Onay, borgarstjóri, hafi skrifað á Twitter að markmiðið með þessu sé að draga úr orkunotkun um 15%. „Þetta eru viðbrögð við yfirvofandi gasskorti sem hefur miklar áskoranir í för með sér fyrir sveitarfélögin, sérstaklega fyrir stórborg eins og Hanover,“ skrifaði borgarstjórinn einnig.

Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til er:

Sá tími sem opinberar byggingar eru kyntar á tímabilinu frá október til mars verður styttur nema á leikskólum.

Hámarkshiti í íþróttahúsum verður 15 gráður og 20 gráður í öðrum opinberum byggingum.

LED perur verða settar í öll ljós.

Hreyfiskynjarar verða settir upp á salernum, hjólageymslum, bílastæðum og anddyrum í stað sífelldrar lýsingar.

Bannað verður að nota viftur  og ofna.

Borgarstarfsmenn eru einnig hvattir til að draga úr notkun raftækja á borð við prentara og ísskápa.

Gripið hefur verið til svipaðra aðgerða í München, Leipzig, Köln og Nuremburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina