fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Wagner-hópur Pútíns og vina hans virðist hafa náð árangri í Donbas – Segir ákveðna sögu um stöðu mála hjá Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 08:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska varnarmálaráðuneytið telur að Wagner-hópurinn hafi náð ákveðnum árangri í Donbas. Um her málaliða er að ræða og reynir hann að láta lítið fyrir sér fara opinberlega en er þekktur fyrir mikla grimmd og fólskuverk.

Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa vangaveltur verið uppi um áhrif og hlutverk hópsins í stríðinu. Nú virðist hann hafa náð ákveðnum árangri og virðist hafa náð Vuhlehirska orkuverinu í Donbas á sitt vald að sögn breska varnarmálaráðuneytisins.

Wagner-hópurinn er rekinn af rússnesku fyrirtæki sem er stýrt af Yevgeny Prigozhin sem er náinn vinur Vladímír Pútíns en Pútín hefur tryggt honum mikinn auð með því að eftirláta honum að sjá rússneska hernum fyrir mat. Að auki er talið að rússneska ríkið kaupi þjónustu af Wagner-hópnum.

Pútín hefur ítrekað þvertekið fyrir að yfirvöld notist við hópinn en fáum dylst að ráðamenn í Kreml stýra honum og aðgerðum hans.

Jótlandspósturinn hefur eftir Flemming Splidsboel, sérfræðingi hjá Institut for Internationale Studier, að engin rússnesk löggjöf nái yfir starfsemi fyrirtækis af þessu tagi og það séu í raun rússnesk yfirvöld sem stýri hópnum. „Wagner starfar ekki upp á eigin spýtur, bara ef rússnesk yfirvöld samþykkja verkefnin,“ sagði hann.

Aðspurður sagði hann að liðsmenn Wagner-hópsins séu líklega betri hermenn en margir þeirra sem gegna herþjónustu í rússneska hernum. Liðsmenn hópsins komi venjulega úr hernum og almennt hafi liðsmenn hans hlotið betri þjálfun, séu með betri búnað og hafi meiri reynslu en venjulegir liðsmenn sjálfs rússneska hersins.

Hvað varðar notkun Rússa á Wagner-hópnum í Úkraínu og hvað það þýði sagði Splidsboel að það segi að Rússar séu undir þrýstingi. Það sé deilt um það innbyrðis í Rússlandi hvaða hlutverki Wagner eigi að gegna. „Ég ímynda mér að Pútín hafi á einhverjum tímapunkti fundað með hershöfðingjunum og sagt að ef þeir geti ekki sjálfir séð um þetta sé hægt að kalla Wagner-hópinn til. Það er svolítið högg fyrir herinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“