fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Segir alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu brjóta samninga – „Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 19:30

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - Mynd/Björn Þorláksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands gerðu síðustu kjarasamninga var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamninga starfsfólks í ferðaþjónustu. Með ákvæðinu átti að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, segir í aðsendum pistli á Vísi í dag að aðkallandi þörf hafi verið á þessu ákvæði þó svo að það sé sjaldan heppilegt að tengja húsnæði starfsmanna við ráðningarsamning þeirra. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið,“ segir hann í pistlinum.

Þá segir Aðalsteinn að það standi ekki öll fyrirtæki í ferðaþjónustu við þetta ákvæði, alltof mörg þeirra brjóti samkomulag við starfsmenn sína. „Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi,“ segir hann.

„Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning.“

Segir ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr

Aðalsteinn segir að „alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu“ forðist að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn sína og nefnir slæmar afleiðingar þess. Starfsmennirnir geta þá til að mynda ekki fengið greiddar húsaleigubætur því til þess þarf að framvísa löglegum húsaleigusamningi.

„Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin.“

Þá bendir Aðalsteinn á að ef fyrirtæki gera ekki leigusamninga við starfsmenn sína þá gilda ákvæði húsaleigulaga. „Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri.,“ segir hann.

„Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust.“

Að lokum segir Aðalsteinn að hann hafi ákveðið að skrifa pistilinn til að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart þeim starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði.

„Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“