„Í fjóra mánuði hafa rússnesk yfirvöld ekki veitt rússnesku þjóðinni neinar upplýsingar, ekki einu sinni ritskoðaðar, um mannfallið. Það hefur verið algjör þögn. Ekkert hefur verið birt eða sagt í fjölda viðtala og ávarpa á sviði stjórnmála og hersins,“ sagði hann.
Hann kom því með tölu um mannfallið en rétt er að hafa í huga að þessi tala hefur ekki verið staðfest af óháðum aðilum. „Þessi tala er næstum því 40.000. Það er sá fjöldi sem rússneski herinn hefur misst síðan 24. febrúar. Tugir þúsunda til viðbótar eru særðir og limlestir. Ef rússnesk yfirvöld segja þetta ekki sjálf opinberlega, þá ættu allir þeir sem hafa sambönd í Rússlandi eða áhrif í þarlendu samfélagi að miðla þessum upplýsingum til þeirra sem hægt er,“ sagði forsetinn.