fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Ódýrara að leggja einkaflugvél en bíl í fimm daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 08:00

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ódýrara að leggja einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga en að leggja bíl í bílakjallara í miðborginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu en blaðið skoðaði kostnaðinn við að lenda einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli. Stuðst var við gjaldskrá Isavia sem gildir fyrir flugvelli utan Keflavíkurflugvallar.

Segir blaðið að kostnaður við að leggja Cessna Citation M2, sem er einkaflugvél í minni kantinum, með farrými fyrir sjö farþega sé 35.485 krónur fyrir fimm sólarhringa.  Er þá miðað við að vélin sé í hámarksþyngd þegar hún lendir og því er um hámarksgjald að ræða.

Kostnaðurinn er hærri fyrir stærri flugvélar. Ef vélin er með færri farþega, minna eldsneyti eða minni farangur lækkar kostnaðurinn því gjaldskrá ISAVIA miðast aðallega við þyngd flugvéla og farþegafjölda.

Segir blaðið að ef bíl er lagt í bílakjallaranum undir Hafnartorgi í Miðborginni í fimm sólarhringa kosti það 39.000 krónur.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband