fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Magnús Tumi segir að Askja geti safnað meiri kviku áður en til goss kemur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 09:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að það sem sé að gerast í Öskju núna sé að kvika sé að safnast fyrir á tveggja kílómetra dýpi og hafi þetta staðið yfir í eitt ár. Hann segir að eldstöðin geti safnað meiri kviku í sig áður en hún fer að brjótast upp á yfirborðið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í gær funduðu sérfræðingar Veðurstofu Íslands með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúum almannavarna um þróun mála í Öskju síðustu mánuði. Voru landbreytingar og jarðskjálftagögn rædd.

Óvissustig almannavarna er í gildi við Öskju og er fylgst vel með svæðinu.

Fréttablaðið hefur eftir Magnúsi Tuma að óvíst sé hversu lengi þessi virkni muni vara og hvernig þróunin verði: „Þetta gæti hætt á næstunni og þá gerist ekki meira. Þetta gæti haldið áfram í töluverðan tíma og þá kannski hætt og svo gæti þetta haldið áfram í töluverðan tíma og endað með gosi.“

Hann sagði ekki hægt að fullyrða að til goss komi en þar sem lítil jarðskjálftavirkni fylgi kvikusöfnuninni þá bendi það til að Askja eigi svolítið inni og geti safnað meiri kviku áður en bergið brestur og kvikan leitar upp á yfirborðið.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti